Breskar löggur vilja ekki vopn 19. október 2006 06:00 Sænska lögreglan Íslenskir og norskir lögreglumenn treysta meira á notkun piparúða en aðrir starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Danska lögreglan er nú með úðann til reynslu. MYND/Nordicphotos/Gettyimages Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks. Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks.
Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira