Breskar löggur vilja ekki vopn 19. október 2006 06:00 Sænska lögreglan Íslenskir og norskir lögreglumenn treysta meira á notkun piparúða en aðrir starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Danska lögreglan er nú með úðann til reynslu. MYND/Nordicphotos/Gettyimages Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks. Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks.
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira