Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Espanyol sé að leggja lokahönd á að ganga frá kaupum á framherjanum Walter Pandiani frá Birmingham. Talið er að Birmingham sé búið að samþykkja tilboð í Pandiani upp á eina milljón punda og að leikmaðurinn muni skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við spænska félagið fljótlega.
