Tíu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, annan dag jóla. Þar ber ef til vill hæst endurkoma Michael Owen á gamla heimavöll sinn Anfield, þar sem hann lék lengst af ferlinum áður en hann ákvað að reyna fyrir sér á Spáni og nú síðast í Newcastle. Fastlega er búist við að Owen fá blíðar móttökur á Anfield, þar sem hann var nánast í guðatölu í mörg ár.
Leikir dagsins:
Manchester United-West Brom, Portsmouth-West Ham, Chelsea-Fulham, Charlton-Arsenal, Tottenham-Birmingham, Sunderland-Bolton, Wigan Manchester City, Middlesbrough-Blacburn og Aston Villa-Everton.