George Burley, fyrrum stjóri Hearts og Ipswich, verður næsti stjóri 1. deildarliðs Southampton, en þetta verður tilkynnt formlega seinnipartinn í dag. Sir Clive Woodward mun gegna stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, en Dave Bassett, sem hefur gegnt stöðu knattspyrnustjóra síðan Harry Redknapp fór til Portsmouth, mun fara frá félaginu.

