West Ham kaupir sóknarmann

Úrvalsdeildarlið West Ham hefur gengið frá þriggja og hálfs árs samningi við ísraelska sóknarmanninn Yaniv Katan sem leikið hefur með Maccabi Haifa. Katan er aðeins 24 ára gamall, en spilaði m.a. með liðinu í Meistaradeildinni aðeins sautján ára gamall.