AZ Alkmaar og Boro á toppnum

AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steinssonar og Middlesbrough tryggðu sér tvö efstu sætin í D-riðlinum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og eru komin áfram í keppninni. Boro lagði Litex Lovech 2-0 með mörkum frá Massimo Maccarone á síðustu tíu mínútum leiksins. Grétar Rafn var í liði Alkmaar sem sigraði Grasshoppers frá Sviss.