Meiddist á læri og verður frá út árið

Sænski varnarmaðurinn Olof Mellberg hjá Aston Villa varð fyrir því óláni að meiðast á læri í leiknum gegn Bolton á laugardaginn og verður frá keppni fram yfir áramót. "Þessi tíðindi eru eitthvað sem við hefðum alveg viljað sleppa við," sagði David O´Leary á heimasíðu Villa í dag, en hann er orðinn langþreyttur á meiðslum lykilmanna sinna.