David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur nú viðurkennt að hafa rætt við Roy Keane um að ganga til liðs við félagið. Keane hefur verið gríðarlega eftirsóttur í Englandi og víðar síðan hann sleit samvistum við Manchester United.
Ráðgjafar Roy Keane hafa gefið það út að hann muni láta áform sín í ljós eigi síðar en á mánudag, en ótrúlegur fjöldi liða hefur sett sig í samband við fyrrum fyririliða Manchester United, sem enn hefur upp á margt að bjóða þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall.
Lið sem hafa staðfest áhuga sinn á Keane:
Bolton, Celtic, Everton, West Brom, Portsmouth, Manchester City, West Ham og Wigan.