Jafnt hjá Boro og West Brom

Mark Nígeríumannsins Yakubu kom í veg fyrir að botnlið West Brom nældi sér í mikilvæg þrjú stig á Riverside í dag, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Middlesbrough. Mark Viduka kom Boro yfir með góðu skoti, en þeir Nathan Ellington og Kanu komu gestunum yfir. Jöfnunarmark Yakubu kom á 65. mínútu, en hann fór illa með færi sem hefði geta gert út um leikinn í lokin.