Leikstjórnandinn snjalli Juan Roman Riquelme verður ekki með liði sínu Villareal í leiknum gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld, vegna meiðsla á læri. Þetta eru góð tíðindi fyrir enska liðið, því Riquelme hefur farið á kostum með spænska liðinu í vetur, sem og landsliði Argentínu.
Villareal þarf því að vera án þeirra Riquelme, Diego Forlan, Antonio Guayre og miðvarðarins Quige Alvares í hinum mikilvæga leik í kvöld. Manchester United vonast til að Gary Neville verði leikfær á ný, en ef Villareal sigrar í kvöld, tryggir liðið sér áframhaldandi þáttöku í keppninni.