Raul meiddur á hné

Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar.