Middlesbrough vann 3-2 baráttusigur á Fulham á heimavelli sínum í dag, í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. Boro lenti tvisvar undir í leiknum en náði að tryggja sér sigurinn í lokin með marki Jimmy Floyd Hasselbaink.
Collins John og Papa Bouba Diop skoruðu mörk Fulham í leiknum, en Jimmy Floyd Hasselbaink, Yakubu og James Morrison skoruðu fyrir Boro.