Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lék fyrsta hringinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á sjö höggum yfir pari í dag, eða 80 höggum. Mótið fer fram á La Cala vellinum á Spáni. Ólöf er því nokkuð frá efstu mönnum á mótinu, en leiknir verða fjórir hringir.
Alls eru 96 keppendur á mótinu, en 50 þeirra komast áfram eftir þrjá hringi og 30 þeirra öðlast keppnisrétt á mótaröðinni.