Valsmenn úr leik

Valsmenn er úr leik í EFF-keppni karla í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á sænska liðið Skövde í Laugardalshöll í dag, 24-22. Þetta var síðari leikur liðanna en Svíarnir unnu fyrri leikinn ytra um síðustu helgi 35-28. Baldvin Þorsteinsson og Mohamed Loutoufi voru markahæstir Valsmanna í dag með 5 mörk hvor. Pálmar Pétursson markvörður Vals varði 19 skot í leiknum í dag.