Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum 13. nóvember 2005 09:00 Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira