Stórskert þjónusta við nýrnasjúka 9. nóvember 2005 03:30 Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrnasjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deildarinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði vill stytta vaktir hjúkrunarfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breytingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast launin í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í launum. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að "gleypa við" því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. "Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna," segir Dagný Bjarnhéðinsdóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönnun sem nú er en yfirstjórn deildarinnar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sérhæfð deild og sú eina sinnar tegundar á landinu. Nýir hjúkrunarfræðingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent