Graham Rix þjálfar Hearts

Í dag var staðfest að fyrrum þjálfari Portsmouth, Graham Rix hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hearts í Skotlandi. Á næstunni er svo fyrirhugað að ráða yfirmann knattspyrnumála til félagsins, en allir menn í þessum stöðum voru látnir fara eða sögðu upp fyrir stuttu vegna deilna við eiganda félagsins.