Einn leikur er á dagskrá í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20, þar sem Bolton tekur á móti Tottenham. Bæði lið hafa byrjað mjög vel í haust og ætla sér sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.
Bolton hefur unnið átta af síðustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum og er erfitt lið heim að sækja, svo að von er á mjög erfiðum leik fyrir lærisveina Martin Jol í Tottenham, sem hafa gert jafntefli við Manchester United og Arsenal í tveimur síðustu leikjum sínum.
Bolton er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar og Tottenham í því sjöunda, en bæði lið hafa 20 stig og geta með sigri náð þriðja sætinu, fyrir neðan nýliða Wigan og meistara Chelsea sem trjóna sem fyrr á toppnum.