Miðjumaðurinn Kieron Dyer verður ekki í leikmannahópi Newcastle gegn Birmingham á laugardag eftir að í ljós kom að hann er veikur. Sagt er að veikindi hans tengist því að hann spilaði um helgina án þess að vera kominn í leikform.
Forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á sífelldum meiðslum leikmanna liðsins og hafa nú flutt æfingar af gamla æfingasvæðinu í þeirri von að ástandið skáni.