Kári Árnason lék síðustu 20 mínúturnar með Djurgården sem tryggði sér nú síðdegis sænska bikarmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Åtvidabergs í úrslitaleiknum. Sölvi Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården sem með sigrinum vann tvöfalt í Svíþjóð en liðið varð á dögunum sænskur meistari.
Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem Djurgården vinnur tvöfalt í Svíþjóð.