Halmstad hafnaði í tíunda sæti deildarinnar, en Djurgarden, sem þegar hafði tryggt sér meistaratitilinn, rótburstaði Elfsborg 8-1.
Gunnar Heiðar markakóngur

Framherjinn knái hjá Halmstad, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, varð í dag markakóngur í sænsku úrvalsdeildinni þegar síðustu umferðinni lauk með heilli umferð. Halmstad tapaði lokaleiknum 2-0 fyrir Kalmar, en Gunnar varð engu að síður markahæstur í deildinni með 16 mörk.