Woods í vandræðum á heimavelli

Tiger Woods náði sér ekki á strik á Funai mótinu í Orlando í dag og komst ekki í gegn um niðurskurðinn frekar en Vijay Singh og því þurftu þeir félagar að sætta sig við það að falla úr keppni á mótinu. Þetta var aðeins í fjórða sinn á ferlinum sem Woods kemst ekki í gegn um niðurskurð.