Calcavecchia og Glove leiða
Bandaríkjamennirnir Mark Calcavecchia og Lukas Glove hafa forystu á Opna kandadíska mótinu í golfi. Þeir léku í gær á 68 höggum eða fimm undir pari. Sænski kylfingurinn Jesper Parnevik er í þriðja sæti, einu höggi á eftir. Vijay Singh náði sér ekki á strik og fór völlinn á þremur höggum yfir pari og er í 71.-95. sæti.