Leikhlé fyrir Gerhard og Joschka 7. september 2005 00:01 Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun