Ólgan undir niðri 3. september 2005 00:01 Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Jóhann Hauksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun