Ólgan undir niðri 3. september 2005 00:01 Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Jóhann Hauksson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar