Tugþúsundir skælbrosandi ungmenna fögnuðu Benedikt páfa sextánda gríðarlega þegar hann kom til Þýskalands í morgun. Hann er þar til að taka þátt í kaþólskum æskulýðsdegi og messu á sunnudaginn. Ferðin til Þýskalands er sú fyrsta sem Benedikt fer frá því að hann tók við embætti páfa fyrr í sumar. Benedikt, sem hét áður Joseph Ratzinger, er Þjóðverji og sagði viðeigandi að fyrsta utanlandsferðin væri á æskuslóðirnar.
Páfa fagnaði í Þýskalandi
