Danir flengdu Englendinga 17. ágúst 2005 00:01 Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast