Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 09:31 Björgvin Karl Guðmundsson fór með þáttargerðamennina á Búlluna. Youtube/ World Fitness Project Íslenska CrossFit-goðsögnin Björgvin Karl Guðmundsson fékk góða heimsókn á dögunum þegar mennirnir á bak við Youtube-þáttinn „Off the Clock“ á síðu World Fitness Project voru mættir til Íslands. „Stimplaðu þig út með Björgvini Karli Guðmundssyni þar sem við könnum rætur hans í Reykjavík og augnablikin sem mótuðu goðsagnakenndan feril hans. Komdu með okkur í göngutúr um íslenska náttúru, kíktu við á uppáhaldsveitingastaðinn hans og heimsæktu heimabæinn sem ól af sér einn stöðugasta íþróttamanninn í greininni,“ segir í kynningu á þættinum um okkar mann. View this post on Instagram A post shared by World Fitness Project (@worldfitnessproject) Björgvin Karl sagði frá því hvar þetta allt byrjaði, hverjir voru í bransanum á fyrstu keppnisárum hans og hvernig tilfinning það er að fylgjast með nýrri kynslóð íþróttafólks komast í fremstu röð. Hann viðurkenndi að hann væri orðinn einn af gömlu körlunum í sportinu en sú tilfinning sé samt nýtilkomin. Björgvin Karl tók á móti gestum sínum í Hveragerði og fór með þá í göngutúr um nágrennið. „Ég myndi segja að náttúran spili stórt hlutverk í því hvar ég vil vera, hvar ég vil búa og allt það,“ sagði Björgvin Karl. Sagði sögur af Lazar Dukic Björgvin Karl segir líka sögur af Lazar Dukic, sem var mikill félagi hans, en Lazar drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna árið 2024. „Hann vissi nákvæmlega hverjir hæfileikar hans voru. Já. Já. Það sem hann hafði í raun var að hann gat ýtt sér lengra en fólk gerði sér grein fyrir,“ sagði Björgvin sem viðurkenndi að hann saknaði hans mikið. Veit ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið Björgvin sagði líka frá því hversu mikinn hlut Anníe Mist Þórisdóttir á í því hversu vinsæl CrossFit-íþróttin varð á Íslandi. „Það var svo mikið af fólki sem var að stunda CrossFit og þau vildu gera það til að keppa. Ég meina, ef Annie hefði aldrei unnið leikana, veit ég ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið,“ sagði Björgvin. Fyrsti samningurinn á ferlinum Hann fór síðan með þá á uppháldsveitingastaðinn sinn í heiminum sem er Hamborgarabúllan. „Við ætlum að fara á Hamborgarabúllu Tomma. Þetta er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í heiminum. Árið 2012 eða 2013 fékk ég fimmtíu prósenta afslátt ævilangt á Búllunni. Þetta var fyrsti samningurinn á ferlinum mínum,“ sagði Björgvin. Síðan hafa þeir bæst við nokkrir. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Dh6t_UiyFjo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
„Stimplaðu þig út með Björgvini Karli Guðmundssyni þar sem við könnum rætur hans í Reykjavík og augnablikin sem mótuðu goðsagnakenndan feril hans. Komdu með okkur í göngutúr um íslenska náttúru, kíktu við á uppáhaldsveitingastaðinn hans og heimsæktu heimabæinn sem ól af sér einn stöðugasta íþróttamanninn í greininni,“ segir í kynningu á þættinum um okkar mann. View this post on Instagram A post shared by World Fitness Project (@worldfitnessproject) Björgvin Karl sagði frá því hvar þetta allt byrjaði, hverjir voru í bransanum á fyrstu keppnisárum hans og hvernig tilfinning það er að fylgjast með nýrri kynslóð íþróttafólks komast í fremstu röð. Hann viðurkenndi að hann væri orðinn einn af gömlu körlunum í sportinu en sú tilfinning sé samt nýtilkomin. Björgvin Karl tók á móti gestum sínum í Hveragerði og fór með þá í göngutúr um nágrennið. „Ég myndi segja að náttúran spili stórt hlutverk í því hvar ég vil vera, hvar ég vil búa og allt það,“ sagði Björgvin Karl. Sagði sögur af Lazar Dukic Björgvin Karl segir líka sögur af Lazar Dukic, sem var mikill félagi hans, en Lazar drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna árið 2024. „Hann vissi nákvæmlega hverjir hæfileikar hans voru. Já. Já. Það sem hann hafði í raun var að hann gat ýtt sér lengra en fólk gerði sér grein fyrir,“ sagði Björgvin sem viðurkenndi að hann saknaði hans mikið. Veit ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið Björgvin sagði líka frá því hversu mikinn hlut Anníe Mist Þórisdóttir á í því hversu vinsæl CrossFit-íþróttin varð á Íslandi. „Það var svo mikið af fólki sem var að stunda CrossFit og þau vildu gera það til að keppa. Ég meina, ef Annie hefði aldrei unnið leikana, veit ég ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið,“ sagði Björgvin. Fyrsti samningurinn á ferlinum Hann fór síðan með þá á uppháldsveitingastaðinn sinn í heiminum sem er Hamborgarabúllan. „Við ætlum að fara á Hamborgarabúllu Tomma. Þetta er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í heiminum. Árið 2012 eða 2013 fékk ég fimmtíu prósenta afslátt ævilangt á Búllunni. Þetta var fyrsti samningurinn á ferlinum mínum,“ sagði Björgvin. Síðan hafa þeir bæst við nokkrir. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Dh6t_UiyFjo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira