Börnum mismunað í tónlistarnámi 8. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurborg og tónskólarnir - Kjartan Eggertsson skólastjóri Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tónlistarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið, Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í a.m.k. ár. Þegar árið er liðið og Jón vill halda áfram að læra þarf Gunna enn að bíða því Jón og þeir nemendur sem fyrir voru í námi hafa forgang. Þessi siður hefur lengi viðgengist og er nánast eins og regla hjá eldri tónlistarskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir niður námskostnaðinn vegna Jóns, en Gunna fær engan styrk frá Reykjavíkurborg, sem hún gæti t.d. notað til að komast í nám annars staðar. Þó svo að Jón hafi komist í tónlistarnám er ekki víst að hann njóti sambærilegrar niðurgreiðslu af hálfu Reykjavíkurborgar og aðrir nemendur. Reykjavíkurborg greiðir nefnilega mismikið niður tónlistarnám barna í borginni eftir því í hvaða tónlistarskóla þau stunda námið, eftir því í hvaða hverfi þau búa og eftir því á hvaða hljóðfæri þau læra. Þannig fer t.d. aðeins 11% þeirra kennslustunda, sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir, til tónlistarkennslu uppi í Grafarvogshverfin þó svo að þar búi 22% allra barna og ungmenna borgarinnar. Nemendur í nýrri skólum fá lægri niðurgreiðslur en nemendur eldri skóla, en þannig fá framhaldsnemendur yngri skólanna niðurgreiðslu sem væru þeir byrjendur. Og Reykjavíkurborg greiðir niður allt nám þeirra barna sem læra á blásturshljóðfæri í lúðrasveitum, en stór hluti hinna fjölmörgu gítarnemenda, sem stundar nám um þessar mundir, fær lítinn sem engan stuðning frá borginni. Borgin greiðir niður nám 2.509 nemenda, en um 20% þeirra, 500 manns, eru fullorðið fólk. 3.831 sótti um nám í tónlistarskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 2005-2006, þannig að 1.322 nemendur bíða, flestir börn. 218 sóttu um nám í Tónskóla Hörpunnar en borgin ætlar einungis að veita 1/3 hluta þeirra niðurgreiðslu á námið, eða 68. Tónskóli Hörpunnar hefur krafið borgina um breytingar á þessu úrelta kerfi, en lítið orðið ágengt. Árið 2001 fékk skólinn þann úrskurð hjá Samkeppnisstofnun að borginni væri ekki heimilt að mismuna tónlistarskólunum og mæltist stofnunin til að Reykjavíkurborg setti sér reglur um fjárveitingar til þessara mála sem væru gagnsæjar og fyrirséðar. Það var ekki fyrr en árið 2003 að borgin setti reglur sem höfðu það markmið að uppfylla tilmæli Samkeppnisstofnunar. Því miður hefur borgin ekki farið eftir þessum reglum og því kærði Tónskóli Hörpunnar til félagsmálaráðuneytisins og krafðist þess að Reykjavíkurborg færi að eigin reglum og leiðrétti fyrri úthlutanir. Úrskurður ráðuneytisins sem kom í júlímánuði sl. olli vonbrigðum, því þrátt fyrir að ráðuneytið setji út á starfsaðferðir borgarinnar þá vill það meina að borgin þurfi ekki að fara eftir eigin reglum, því: að mati ráðuneytisins verður ekki talið að reglurnar hafi sömu stöðu og bindandi reglur eða reglugerðir sem settar eru af stjórnvöldum, eftir atvikum staðfestar af æðra stjórnvaldi og síðan birtar með lögformlegum hætti, eins og segir í úrskurðinum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins vekur upp fleiri spurningar en kærunni var ætlað að svara. Reglurnar sem borgin setti voru samþykktar með formlegum hætti eins og aðrar þær reglur sem sveitarfélög setja sér. Ef sveitarstjórnum er ekki skylt að fara eftir reglum sem þær setja sjálfum sér þá má spyrja hvort hinum almenna borgara sé skylt að hlýta þeim sömu reglum? Eftir úrskurð ráðuneytisins er óljóst hvort einhverjar reglur eru í gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun fjármagns til tónlistarskóla. Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og þess vegna leitar hún til eftirlitsstofnana samfélagsins til að úrskurða um rétt sinn gagnvart Reykjavíkurborg. Ef skólinn hefði úr meiri fjármunum að spila væri eflaust búið að leita til dómstóla til að skera úr um meint brot borgarinnar á lögum og reglum. Kæra skólans til félagsmálaráðuneytisins var áfangi á þeirri leið að fara með málið til umboðsmanns Alþingis. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann vill taka á málinu. Í þessu máli Tónskóla Hörpunnar fara saman hagsmunir skólans og hagsmunir umbjóðenda hans þ.e.a.s. barnanna í skólanum svo og annarra barna í Reykjavík. Skólinn hefur hingað til reynt að aðskilja lög og reglur frá menningarpólitík borgarinnar í kvörtunum sínum til eftirlitsstofnananna. Það breytir þó ekki því að það að mismuna börnunum eftir því hvar þau búa eða í hvaða tónlistarskóla þau leita, er ekki aðeins hápólitískt mál sem varðar stefnu og markmið þeirra pólitísku flokka sem ráða för í Reykjavík, heldur varðar það einnig jafnréttislög og mannréttindi. Hagsmunir skólans eru hagsmunir nemandanna og öfugt. Þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld og ráðuneyti hafi bent á annmarka á stjórnsýslu borgarinnar þráast borgin við að gera nokkuð í málinu. Eðlilegast hefði verið að strax árið 2001, þegar tilmæli komu til Reykjavíkurborgar frá Samkeppnisstofnun um breytingar, að borgin hefði sjálf eytt óvissu um lagalegan rétt sinn annars vegar og tónlistarskólanna hins vegar, en ekki látið lítinn skóla úti í bæ um að reyna fá botn í málið. Og málinu er ekki lokið. Vonandi verður niðurstaðan sú að allir skólar eigi sama rétt og að öll börn fái sama rétt til að njóta niðurgreiðslna frá borginni í tónlistarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg og tónskólarnir - Kjartan Eggertsson skólastjóri Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tónlistarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið, Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í a.m.k. ár. Þegar árið er liðið og Jón vill halda áfram að læra þarf Gunna enn að bíða því Jón og þeir nemendur sem fyrir voru í námi hafa forgang. Þessi siður hefur lengi viðgengist og er nánast eins og regla hjá eldri tónlistarskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir niður námskostnaðinn vegna Jóns, en Gunna fær engan styrk frá Reykjavíkurborg, sem hún gæti t.d. notað til að komast í nám annars staðar. Þó svo að Jón hafi komist í tónlistarnám er ekki víst að hann njóti sambærilegrar niðurgreiðslu af hálfu Reykjavíkurborgar og aðrir nemendur. Reykjavíkurborg greiðir nefnilega mismikið niður tónlistarnám barna í borginni eftir því í hvaða tónlistarskóla þau stunda námið, eftir því í hvaða hverfi þau búa og eftir því á hvaða hljóðfæri þau læra. Þannig fer t.d. aðeins 11% þeirra kennslustunda, sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir, til tónlistarkennslu uppi í Grafarvogshverfin þó svo að þar búi 22% allra barna og ungmenna borgarinnar. Nemendur í nýrri skólum fá lægri niðurgreiðslur en nemendur eldri skóla, en þannig fá framhaldsnemendur yngri skólanna niðurgreiðslu sem væru þeir byrjendur. Og Reykjavíkurborg greiðir niður allt nám þeirra barna sem læra á blásturshljóðfæri í lúðrasveitum, en stór hluti hinna fjölmörgu gítarnemenda, sem stundar nám um þessar mundir, fær lítinn sem engan stuðning frá borginni. Borgin greiðir niður nám 2.509 nemenda, en um 20% þeirra, 500 manns, eru fullorðið fólk. 3.831 sótti um nám í tónlistarskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 2005-2006, þannig að 1.322 nemendur bíða, flestir börn. 218 sóttu um nám í Tónskóla Hörpunnar en borgin ætlar einungis að veita 1/3 hluta þeirra niðurgreiðslu á námið, eða 68. Tónskóli Hörpunnar hefur krafið borgina um breytingar á þessu úrelta kerfi, en lítið orðið ágengt. Árið 2001 fékk skólinn þann úrskurð hjá Samkeppnisstofnun að borginni væri ekki heimilt að mismuna tónlistarskólunum og mæltist stofnunin til að Reykjavíkurborg setti sér reglur um fjárveitingar til þessara mála sem væru gagnsæjar og fyrirséðar. Það var ekki fyrr en árið 2003 að borgin setti reglur sem höfðu það markmið að uppfylla tilmæli Samkeppnisstofnunar. Því miður hefur borgin ekki farið eftir þessum reglum og því kærði Tónskóli Hörpunnar til félagsmálaráðuneytisins og krafðist þess að Reykjavíkurborg færi að eigin reglum og leiðrétti fyrri úthlutanir. Úrskurður ráðuneytisins sem kom í júlímánuði sl. olli vonbrigðum, því þrátt fyrir að ráðuneytið setji út á starfsaðferðir borgarinnar þá vill það meina að borgin þurfi ekki að fara eftir eigin reglum, því: að mati ráðuneytisins verður ekki talið að reglurnar hafi sömu stöðu og bindandi reglur eða reglugerðir sem settar eru af stjórnvöldum, eftir atvikum staðfestar af æðra stjórnvaldi og síðan birtar með lögformlegum hætti, eins og segir í úrskurðinum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins vekur upp fleiri spurningar en kærunni var ætlað að svara. Reglurnar sem borgin setti voru samþykktar með formlegum hætti eins og aðrar þær reglur sem sveitarfélög setja sér. Ef sveitarstjórnum er ekki skylt að fara eftir reglum sem þær setja sjálfum sér þá má spyrja hvort hinum almenna borgara sé skylt að hlýta þeim sömu reglum? Eftir úrskurð ráðuneytisins er óljóst hvort einhverjar reglur eru í gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun fjármagns til tónlistarskóla. Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og þess vegna leitar hún til eftirlitsstofnana samfélagsins til að úrskurða um rétt sinn gagnvart Reykjavíkurborg. Ef skólinn hefði úr meiri fjármunum að spila væri eflaust búið að leita til dómstóla til að skera úr um meint brot borgarinnar á lögum og reglum. Kæra skólans til félagsmálaráðuneytisins var áfangi á þeirri leið að fara með málið til umboðsmanns Alþingis. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann vill taka á málinu. Í þessu máli Tónskóla Hörpunnar fara saman hagsmunir skólans og hagsmunir umbjóðenda hans þ.e.a.s. barnanna í skólanum svo og annarra barna í Reykjavík. Skólinn hefur hingað til reynt að aðskilja lög og reglur frá menningarpólitík borgarinnar í kvörtunum sínum til eftirlitsstofnananna. Það breytir þó ekki því að það að mismuna börnunum eftir því hvar þau búa eða í hvaða tónlistarskóla þau leita, er ekki aðeins hápólitískt mál sem varðar stefnu og markmið þeirra pólitísku flokka sem ráða för í Reykjavík, heldur varðar það einnig jafnréttislög og mannréttindi. Hagsmunir skólans eru hagsmunir nemandanna og öfugt. Þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld og ráðuneyti hafi bent á annmarka á stjórnsýslu borgarinnar þráast borgin við að gera nokkuð í málinu. Eðlilegast hefði verið að strax árið 2001, þegar tilmæli komu til Reykjavíkurborgar frá Samkeppnisstofnun um breytingar, að borgin hefði sjálf eytt óvissu um lagalegan rétt sinn annars vegar og tónlistarskólanna hins vegar, en ekki látið lítinn skóla úti í bæ um að reyna fá botn í málið. Og málinu er ekki lokið. Vonandi verður niðurstaðan sú að allir skólar eigi sama rétt og að öll börn fái sama rétt til að njóta niðurgreiðslna frá borginni í tónlistarnámi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun