Sport

Ótrúlegur golfhringur Tigers

Það er óhætt að segja að Tiger Woods hafi sýnt snilli sína á öðrum degi Opna-Buick golfmótinu sem fer fram í Bandaríkjunum um helgina. Tiger lék hringinn á 11 höggum undir pari og hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um þessa mögnuðu spilamennsku sem er að sjálfsögðu vallarmet á Warwick Hills golfvellinum. Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða inu höggi undir pari og þurfti því að leika á 68 höggum, 4 höggum undir pari, til þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Tiger gerði gott betur, hann var 12 höggum á eftir Vijay Singh þegar hann hóf leik en eftir þennan ótrúlega golfdag sem er einn hans allra besti á ferlinum er hann í öðru sætinu aðeins einu höggi á eftir Fiji-manninum. Ótrúlegur hringur hjá Tiger:1. hola (Par 5) 5 2. hola (4) 4 3. hola (3) 2 Fugl 4.hola (4) 4 5. hola(4) 3 Fugl 6. hola(4) 3 Fugl 7. hola (5) 4 Fugl 8. hola(3) 3 9. hola(4) 3 Fugl Fyrri níu (36) -510. hola (4) 4 11. hola (3) 3 12. hola (4) 4 13. hola (5) 3 Örn 14. hola (4) 2 Örn 15. hola (4) 3 Fugl 16. hola (5) 4 Fugl 17. hola (3) 3 18. hola (4) 4 Seinni níu (36) -6Samtals (Par 72) 61 högg, -11Högg 61 Ernir  Fuglar  7  Pör 9 Skollar 0 Skrambar 0 % Hittar brautir    50% % Hittar flatir     89% Pútt 25



Fleiri fréttir

Sjá meira


×