Sport

Halda bæði forustunni

Heiðar Davíð Bragason úr Kili og Þórdís Geirsdóttir úr Keili halda forustunni á Íslandsmótinu í golfi sem fer nú fram við frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. Heiðar Davíð Bragason úr Kili var tveimur höggum yfir pari í dag og er því þremur höggum undir pari í heildina. Heiðar hefur nú tveggja högga forustu á Ólaf Má Sigurðsson úr GR. Jafnir í þriðja sæti, höggi á eftir Ólafi, eru síðan Sigurpáll Geir Sveinsson, Kili og Hjalti Pálmason, Golfklúbbi Bakkakots. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson tapaði sex höggum á fyrri níu holunum í gær en náði að laga aðeins skorið á þeim seinni níu er engu að síður sex höggum á eftir efsta manni. Í kvennaflokki hefur Þórdís Geirsdóttir úr Kili örugga sex högga foskot á félaga sinn úr Keili, Tinnu Jóhannsdóttur. Þórdís hefur leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum yfir pari en Tinna er á tíu yfir. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Nína Björk Geirsdóttir úr GKj koma næstar á 11 höggum yfir pari en Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir er fimmta, níu höggum á eftir Þórdísi. Síðustu tveir dagarnir verða í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×