Viktor Bjarki sá um HK 20. júlí 2005 00:01 Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman." Íslenski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman."
Íslenski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira