Leikum alltaf til sigurs 19. júlí 2005 00:01 FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira