Magdeburg vann þá sex marka sigur í Íslendingaslag á móti rúmenska liðinu Dinamo Búkarest, 35-29.
Ómar Ingi var markahæstur á vellinum með átta mörk úr tíu skotum en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk. Gísli gaf sex stoðsendingar en Ómar þrjár.
Haukur Þrastarson var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar fyrir Dinamo Búkarest.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði fjögur skot þegar Wisla Plock tapaði með fimm mörkum á útivelli á móti hans gömlu félögum í franska liðinu Nantes, 29-24.