Jim Furyk vann Western mótið

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk sigraði á Western-mótinu í golfi sem lauk í Lemont í Illinois í gærkvöldi. Furyk tókst að verjast áhlaupi Tiger Woods sem varð annar, tveimur höggum á eftir. Um síðustu helgi hafði Furyk þriggja högga forystu þegar 5 holur voru eftir en honum tókst í gærkvöldi að halda forystunni og sigra á sínu fyrsta móti í tvö ár. Árið 2003 sigraði hann á Buick mótinu. Tiger Woods, sem þrisvar hefur sigrað á þessu móti, byrjaði illa en lék í gær á 5 höggum undir pari.