Miami 2 - Detroit 1 30. maí 2005 00:01 Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira