Phoenix 0 - San Antonio 3 29. maí 2005 00:01 Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig. NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig.
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira