Miami 1 - Detroit 1 26. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig. NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig.
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira