Phoenix 0 - San Antonio 2 25. maí 2005 00:01 Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig. NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Sjá meira
Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig.
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Sjá meira