Detroit 4 - Indiana 2 20. maí 2005 00:01 Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák). NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira