Lífið

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Hettan farin

Pjetur Sigurðsson skrifar
Þriðja rennslinu lokið, en ég horfði á það á sjónvarpsskjá í blaðamannatjaldinu. Búningurinn er eins nema að hettan í upphafinu er farin. Það er skemmst frá því að segja að þetta er besta frammistaða Selmu hér í Kænugarði og ef fer sem horfir þurfum við engar áhyggjur að hafa af frammistöðu hennar í kvöld.

Vankantar á lýsingu hafa verið leystir og ég sá að Hauki upptökustjóra var mikið létt þegar atriðið var búið.

Núna er þetta næstum því eins og hann vildi hafa það, eða kannski eins nálægt því og hægt er. Haukur hefur lagt mikla vinnu í það og hefur það tekið hann all marga daga og fá hlutina lagfærða.

Nú er öllum æfingum lokið og við tekur hvíld hjá Selmu fyrir lokaátökin í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×