Eurovision 2005 - Dagur 6 - Íslendingum fjölgar Pjetur Sigurðsson skrifar 16. maí 2005 00:01 Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf. Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf.
Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira