San Antonio 2 - Seattle 1 13. október 2005 19:12 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira