Eurovision 2005 - Dagur 1 - Eldglæringar Pjetur Sigurðsson skrifar 12. maí 2005 08:00 Lokaundirbúningur að þátttöku Íslands í Eurovision er hafinn. Íslenska liðið er komið til Úkraínu og ég með. Hópurinn sem telur hátt á annan tuga manna eyddi deginum í gær í að komast á áfangastað, en það gekk þó ekki áfallalaust. Fall er fararheill, eins og máltækið segir og vonandi á það við um ferð Selmu Björnsdóttur og félaga á Eurovision sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu í næstu viku. Ferð íslensku sendinefndarinnar og undirritaðs sem viðhengi í formi blaðamanns og ljósmyndara 365 prentmiðla, var ekki gömul þegar eldingu laust niður í 757 Boeing flugvél Flugleiða eða á maður að segja FL Group?, þegar hún var í aðflugi að Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Það er skemmst frá því að segja að fjölmargir urðu æði óttaslegnir þó að fæstir létu á því bera en ekki gátu þó allir falið ótta sinn. Ég verð þó að segja fyrir minn smekk, þá hefði ég alveg viljað vera laus við þessa lífsreynslu, þó ekki mikil sé, og verð að viðurkenna að maður verður óttalega lítill í vél sem þessari í þrumuveðri, svo ekki sé talað um að eldingar skjóti sér í vængi vélarinnar. En jú þessar milljarða maskínur eiga að þola þetta. Þá var komið að næsta kafla ferðarinnar, sem var flug til Berlínar og ástandið ætlaði ekki að skána. Eitthvað hafði skandinavíska flugfélagið SAS misskilið brottfarartímann eða voru það tveir úr íslensku sendinefndinni sem höfðu gert það og er skemmst frá því að segja að skörugleg starfskona SAS ætlaði að skilja þá Gísla Martein og Svavar Örn eftir í Kaupmannahöfn og var ekki tauti við hana komandi. Jónatan Garðarson, fararstjóri íslenska hópsins, greip af festu inní og var búinn að hóta öllu illu, jafnvel stjórnmálaslitum Íslands við Norðurlöndin, en allt kom fyrir ekki. Hins vegar leyndist í stjórnklefa vélarinnar íslenskumælandi Dani, sem hafði búið lengst af sinnar ævi á Íslandi og náði að bera klæði á vopnin. Þeir félagar komust því með. Eftir skamma dvöl í Berlín var flogið með hinu virta úkraínska flugfélagi og var lent í Úkraínu þegar farið var að kvölda. Selma var ekki búinn að vera lengi á jörðu niðri þegar hún hóf að veita viðtöl og eiginhandaráritanir Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum. Ég er sekur um hugsanir um að maður sé þar hvergi óhultur, morð og rán séu þar á hverju horni og að eftir að dimma tekur heldur maður sig inni, dregur fyrir og læsir öllum hurðum og gluggum. Í gærkvöldi, á mínu fyrsta kvöldi í Kænugarði, lét ég hins vegar vaða, eins og sagt er. Ég yfirgaf íbúð mína sem er í miðborginni, skömmu eftir miðnætti til að heimsækja söluturn þar skammt frá og viti menn, það reyndi enginn að ræna mig og enginn að drepa mig. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Það verður þó að segjast að það verður að teljast vandamál hér í borg að það talar ekki kjaftur ensku, hvort sem það er maðurinn sem keyrði mig í íbúð mína, afgreiðslumanneskjan í söluturninum eða unga stúlkan sem ég spurði til vegar á veitingastað. Það gæti þó verið að einhver af hinum 47 milljónum íbúa þessa risastóra Evrópulands tali ensku, þó ekki væri nema smá hrafl. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Með þetta fór ég í háttinn og horfði á þær 42 rússnesku og úkraínsku sjónvarpsstöðvar sem í boði voru í sjónvarpstækinu mínu.©Pjetur Eurovision Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Lokaundirbúningur að þátttöku Íslands í Eurovision er hafinn. Íslenska liðið er komið til Úkraínu og ég með. Hópurinn sem telur hátt á annan tuga manna eyddi deginum í gær í að komast á áfangastað, en það gekk þó ekki áfallalaust. Fall er fararheill, eins og máltækið segir og vonandi á það við um ferð Selmu Björnsdóttur og félaga á Eurovision sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu í næstu viku. Ferð íslensku sendinefndarinnar og undirritaðs sem viðhengi í formi blaðamanns og ljósmyndara 365 prentmiðla, var ekki gömul þegar eldingu laust niður í 757 Boeing flugvél Flugleiða eða á maður að segja FL Group?, þegar hún var í aðflugi að Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Það er skemmst frá því að segja að fjölmargir urðu æði óttaslegnir þó að fæstir létu á því bera en ekki gátu þó allir falið ótta sinn. Ég verð þó að segja fyrir minn smekk, þá hefði ég alveg viljað vera laus við þessa lífsreynslu, þó ekki mikil sé, og verð að viðurkenna að maður verður óttalega lítill í vél sem þessari í þrumuveðri, svo ekki sé talað um að eldingar skjóti sér í vængi vélarinnar. En jú þessar milljarða maskínur eiga að þola þetta. Þá var komið að næsta kafla ferðarinnar, sem var flug til Berlínar og ástandið ætlaði ekki að skána. Eitthvað hafði skandinavíska flugfélagið SAS misskilið brottfarartímann eða voru það tveir úr íslensku sendinefndinni sem höfðu gert það og er skemmst frá því að segja að skörugleg starfskona SAS ætlaði að skilja þá Gísla Martein og Svavar Örn eftir í Kaupmannahöfn og var ekki tauti við hana komandi. Jónatan Garðarson, fararstjóri íslenska hópsins, greip af festu inní og var búinn að hóta öllu illu, jafnvel stjórnmálaslitum Íslands við Norðurlöndin, en allt kom fyrir ekki. Hins vegar leyndist í stjórnklefa vélarinnar íslenskumælandi Dani, sem hafði búið lengst af sinnar ævi á Íslandi og náði að bera klæði á vopnin. Þeir félagar komust því með. Eftir skamma dvöl í Berlín var flogið með hinu virta úkraínska flugfélagi og var lent í Úkraínu þegar farið var að kvölda. Selma var ekki búinn að vera lengi á jörðu niðri þegar hún hóf að veita viðtöl og eiginhandaráritanir Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum. Ég er sekur um hugsanir um að maður sé þar hvergi óhultur, morð og rán séu þar á hverju horni og að eftir að dimma tekur heldur maður sig inni, dregur fyrir og læsir öllum hurðum og gluggum. Í gærkvöldi, á mínu fyrsta kvöldi í Kænugarði, lét ég hins vegar vaða, eins og sagt er. Ég yfirgaf íbúð mína sem er í miðborginni, skömmu eftir miðnætti til að heimsækja söluturn þar skammt frá og viti menn, það reyndi enginn að ræna mig og enginn að drepa mig. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Það verður þó að segjast að það verður að teljast vandamál hér í borg að það talar ekki kjaftur ensku, hvort sem það er maðurinn sem keyrði mig í íbúð mína, afgreiðslumanneskjan í söluturninum eða unga stúlkan sem ég spurði til vegar á veitingastað. Það gæti þó verið að einhver af hinum 47 milljónum íbúa þessa risastóra Evrópulands tali ensku, þó ekki væri nema smá hrafl. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Með þetta fór ég í háttinn og horfði á þær 42 rússnesku og úkraínsku sjónvarpsstöðvar sem í boði voru í sjónvarpstækinu mínu.©Pjetur
Eurovision Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira