D´Antoni þjálfari ársins í NBA 11. maí 2005 00:01 Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum. NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum.
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira