Ekki sóttir til saka vegna klúðurs 4. maí 2005 00:01 Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira