Endurskoða þarf 24 ára reglu Toshiki Toma skrifar 13. október 2005 19:01 Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun