Sölumenn óttast um hag sinn 20. mars 2005 00:01 Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina. Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina.
Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira